Íþróttahetjur leiða saman hesta sína í Total Football 22. desember 2011 11:30 Þeir Arnar Gunnlaugsson, Magnús Agnar Magnússon, Arnór Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins og opnað umboðsskrifstofuna Total Football. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán „Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, sem hefur stofnað umboðsskrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohnsen og Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. Total Football er umboðsskrifstofa fyrir íslenska fótboltamenn hérlendis sem erlendis, en félagarnir leiddu saman hesta sína fyrr í haust. „Við Arnór höfum verið umboðsmenn í dágóðan tíma og svo höfðu Arnar og Bjarki samband og vildu að við sameinuðum krafta okkar. Eftir viðræður í smá tíma ákváðum við að kýla á þetta og búa til alvöru íslenska umboðsskrifstofu fyrir fótboltamenn. Það er betra að vera saman en allir í sitthvoru lagi,“ segir Magnús Agnar, eða Aggi eins og hann gjarnan er kallaður. Total Football er með um 40 fótboltamenn á sínum snærum, gamlar kempur í bland við unga og efnilega. Sem dæmi má nefna Theodór Elmar Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Bjarna Viðarsson, Hallgrím Jónasson og síðast en ekki síst Eið Smára Guðjohnsen. Aggi segir að þeir leggi mikið upp úr góðum samskiptum við strákana og geta allir miðlað reynslu sinni af íþróttaheiminum. Sjálfur hefur Aggi starfað sem umboðsmaður í þónokkur ár og hinir hafa allir reynslu af atvinnumennsku. „Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta strákana og þetta snýst um svo miklu meira en að hjálpa þeim að skipta um klúbba. Maður veitir þeim ráðgjöf í ýmsum málum, fylgir þeim eftir út í heim og grípur inn í ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.“ Félagarnir eru búnir að koma sér vel fyrir á skrifstofu í hjarta bæjarins þar sem bikarasafnið er komið á sinn stað og það er á viðræðustigi að kaupa inn billjardborð. „Við erum allavega komnir með ljósaskilti og Arnór, Arnar og Bjarki eru búnir að drösla öllu bikarasafninu sínu hingað og allt að verða heimilislegt. Það er góður mórall í vinnunni og gott að vinna saman,“ segir Aggi, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann sá til þess að fótboltamaðurinn ungi Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. „Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson ætlar svo að leigja hjá okkur herbergi á nýju ári og við verðum því með okkar eigin hirðljósmyndara. Það getur komið sér vel í framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, sem hefur stofnað umboðsskrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohnsen og Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. Total Football er umboðsskrifstofa fyrir íslenska fótboltamenn hérlendis sem erlendis, en félagarnir leiddu saman hesta sína fyrr í haust. „Við Arnór höfum verið umboðsmenn í dágóðan tíma og svo höfðu Arnar og Bjarki samband og vildu að við sameinuðum krafta okkar. Eftir viðræður í smá tíma ákváðum við að kýla á þetta og búa til alvöru íslenska umboðsskrifstofu fyrir fótboltamenn. Það er betra að vera saman en allir í sitthvoru lagi,“ segir Magnús Agnar, eða Aggi eins og hann gjarnan er kallaður. Total Football er með um 40 fótboltamenn á sínum snærum, gamlar kempur í bland við unga og efnilega. Sem dæmi má nefna Theodór Elmar Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Bjarna Viðarsson, Hallgrím Jónasson og síðast en ekki síst Eið Smára Guðjohnsen. Aggi segir að þeir leggi mikið upp úr góðum samskiptum við strákana og geta allir miðlað reynslu sinni af íþróttaheiminum. Sjálfur hefur Aggi starfað sem umboðsmaður í þónokkur ár og hinir hafa allir reynslu af atvinnumennsku. „Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta strákana og þetta snýst um svo miklu meira en að hjálpa þeim að skipta um klúbba. Maður veitir þeim ráðgjöf í ýmsum málum, fylgir þeim eftir út í heim og grípur inn í ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.“ Félagarnir eru búnir að koma sér vel fyrir á skrifstofu í hjarta bæjarins þar sem bikarasafnið er komið á sinn stað og það er á viðræðustigi að kaupa inn billjardborð. „Við erum allavega komnir með ljósaskilti og Arnór, Arnar og Bjarki eru búnir að drösla öllu bikarasafninu sínu hingað og allt að verða heimilislegt. Það er góður mórall í vinnunni og gott að vinna saman,“ segir Aggi, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann sá til þess að fótboltamaðurinn ungi Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. „Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson ætlar svo að leigja hjá okkur herbergi á nýju ári og við verðum því með okkar eigin hirðljósmyndara. Það getur komið sér vel í framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp