Huggulegir sveitasöngvar Freyr Bjarnason skrifar 7. janúar 2011 06:00 Last Train Home eftir Kalla. Tónlist Last Train Home Kalli Tónlistarmaðurinn Kalli vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Tenderfoot þar sem silkimjúkt kántrípoppið var í fyrirrúmi. Við gerð þessarar annarrar sólóplötu sinnar gekk hann skrefinu lengra og ákvað að taka hana upp í kántríborginni Nashville með aðstoð reyndra tónlistarmanna þaðan. Einn þeirra var goðsögnin Bob Moore sem spilaði á bassa fyrir sjálfan kónginn, Elvis Presley, í ellefu ár. Einnig koma við sögu gítarleikarinn Lloyd Green sem hefur leikið með Paul McCartney og trommarinn J.D. Blair, sem hefur spilað með Shaniu Twain. Fyrir vikið er hljómurinn allur mjög vandaður og Kalli sjálfur er á heimavelli í kántrísöng sínum eins og við var að búast. Vissulega hljómar það stundum ótrúverðugt að ungur Íslendingur skuli kyrja angurværa ameríska sveitasöngva um síðustu lestina heim, um að hitta kærustuna sína í Laurel Canyon í Kaliforníu og um að hlaupa um götur New York-borgar en vafalítið er það liður í að höfða betur til erlendra hlustenda. Lögin eru engu að síður flest hugguleg og þægileg, þar á meðal This Is Goodbye og Shine On Me, án þess þó að grípa mann á afgerandi hátt. Niðurstaða: Huggulegt kántrí sem Kalli syngur af mikilli yfirvegun. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist Last Train Home Kalli Tónlistarmaðurinn Kalli vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Tenderfoot þar sem silkimjúkt kántrípoppið var í fyrirrúmi. Við gerð þessarar annarrar sólóplötu sinnar gekk hann skrefinu lengra og ákvað að taka hana upp í kántríborginni Nashville með aðstoð reyndra tónlistarmanna þaðan. Einn þeirra var goðsögnin Bob Moore sem spilaði á bassa fyrir sjálfan kónginn, Elvis Presley, í ellefu ár. Einnig koma við sögu gítarleikarinn Lloyd Green sem hefur leikið með Paul McCartney og trommarinn J.D. Blair, sem hefur spilað með Shaniu Twain. Fyrir vikið er hljómurinn allur mjög vandaður og Kalli sjálfur er á heimavelli í kántrísöng sínum eins og við var að búast. Vissulega hljómar það stundum ótrúverðugt að ungur Íslendingur skuli kyrja angurværa ameríska sveitasöngva um síðustu lestina heim, um að hitta kærustuna sína í Laurel Canyon í Kaliforníu og um að hlaupa um götur New York-borgar en vafalítið er það liður í að höfða betur til erlendra hlustenda. Lögin eru engu að síður flest hugguleg og þægileg, þar á meðal This Is Goodbye og Shine On Me, án þess þó að grípa mann á afgerandi hátt. Niðurstaða: Huggulegt kántrí sem Kalli syngur af mikilli yfirvegun.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira