Innlent

Veðurstofan varar við snjóflóðahættu á Norðurlandi

Veðurstofa Íslands beinir þeim tilmælum til skíðamanna, vélsleðafólks og annarra að vera ekki á ferð á snjóflóðasvæðum, halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð þar sem snjóflóð geta fallið.

Ástæða þessarar viðvörunar er mikil snjósöfnun í all hvassri norðanátt síðustu daga, ótrygg snjóalög og nokkur snjóflóð sem hafa fallið á Norðurlandi.

Einnig er vegfarendum bent á að stöðva ekki farartæki sín þar sem hætta getur verið á ofanflóðum. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hvetur alla til að virða þessi tilmæli og fylgjast með fréttum að veðri og færð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×