Innlent

Aðsókn of lítil til áframhalds

menntaskólinn í reykjavík Skólinn mun ekki vera með sérbekk fyrir þá nemendur sem klára grunnskóla ári fyrr vegna lítillar aðsóknar.fréttablaðið/teitur
menntaskólinn í reykjavík Skólinn mun ekki vera með sérbekk fyrir þá nemendur sem klára grunnskóla ári fyrr vegna lítillar aðsóknar.fréttablaðið/teitur
Menntaskólinn í Reykjavík mun ekki hafa sérbekk fyrir þá nemendur sem ljúka grunnskóla fyrr á komandi skólaári. Slíkt hefur tíðkast á síðustu tveimur árum og segir Yngvi Pétursson rektor að verkefnið hafi gefist vel. Í ár hefur aðsóknin hins vegar verið svo lítil að ákveðið var að blása verkefnið af.

„Það verður að halda þessu kerfi áfram. Þeim nemendum sem hafa farið þessa leið, miðað við útkomurnar á jólaprófunum, hefur vegnað mjög vel,“ segir Yngvi. „Það hefur verið boðið upp á fleiri möguleika í grunnskólum, en nú virðist sem menn hafi ekki lengur áhuga á þessu.“ - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×