Innlent

Ungliðar vilja að Ísland fordæmi árásirnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ungliðar í VG vilja að Íslendingar fordæmi árásirnar í Líbíu. Mynd/ afp.
Ungliðar í VG vilja að Íslendingar fordæmi árásirnar í Líbíu. Mynd/ afp.
Stjórnir Ungra vinstri grænna, Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarbyggð og á Akureyri skora á ríkisstjórn Íslands og utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, að fordæma opinberlega loftárásir NATO-sveita í Líbíu.

Í sameiginlegri ályktun frá þessum félögum segir að ung vinstri græn vilji enn og aftur ítreka að Ísland sé herlaust land sem eigi að sjá sóma sinn í því að styðja ekki við bandalög og árásarþjóðir sem fari í stríð. Sýnt hefur verið svart á hvítu í ítrekuðum stríðum vesturveldanna að með loftárásum sé aldrei hægt að tryggja öryggi almennra borgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×