Innlent

Kaupþingsmenn geta sótt um samfélagsþjónustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Daníel Þórðarson og Stefnir Ingi Agnarsson, sem dæmdir voru í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi, í Hæstarétti í dag munu eiga þess kost að sækja um að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi.

Páll segir að sá sem sæki um að fá að taka út refsingu í samfélagsþjónustu þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði, bæði almenn og sérstök. Viðkomandi aðili má til dæmis ekki eiga önnur mál í kerfinu og má ekki ógna almannahagsmunum.

Þeir Daníel og Stefnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða fangelsi í lok árs 2009 en Hæstiréttur stytti refsinguna um tvo mánuði. Hámarks refsitími til þess að sækja um samfélagsþjónustu er sex mánuðir þannig að ef héraðsómur hefði staðið óraskaður hefðu þeir ekki átt kostu á að sækja um hana. „En miðað við þetta þá verður þeim gefinn kostur á því," segir Páll Winkel.


Tengdar fréttir

Stefnir og Daníel fá sex mánuði óskilorðsbundið

Hæstiréttur Íslands mildaði refsingu yfir fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, þeim Daníel Þórðarsyni og Stefni Agnarssyni, en þeir voru dæmdir í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×