Innlent

Stefnir og Daníel fá sex mánuði óskilorðsbundið

Mennirnir störfuðu hjá Kaupþingi.
Mennirnir störfuðu hjá Kaupþingi.
Hæstiréttur Íslands mildaði refsingu yfir fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, þeim Daníel Þórðarsyni og Stefni Agnarssyni, en þeir voru dæmdir í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þeir Daníel og Stefnir voru fundnir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember árið 2009 um að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista sex sinnum í byrjun árs 2008, skömmu fyrir lokun markaða. Þannig hefðu tilboðin haft áhrif á dagslokagengi. Þeir hefðu því búið til falska eftirspurn auk þess sem verð bréfa hafi verið misvísandi.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að réttast væri að milda refsinguna um tvo mánuði. Hún er engu að síður óskilorðsbundin.

Um er að ræða fyrsta dóminn sem hefur fallið í Hæstarétti og varðar starfsemi eins af stóru viðskiptabönkunum þremur í aðdraganda að hruni þeirra.

Saksóknari krafðist þyngri refsingar fyrir Hæstarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×