Innlent

Hvernig samrýmist ábyrgðin lögum?

Guðbjartur Hannesson innanríkisráðherra.
Guðbjartur Hannesson innanríkisráðherra.
Innanríkisráðuneytið vill að Mosfellsbær skýri hvernig það geti samrýmst lögum að sveitarfélagið gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir 246 milljóna króna bankaláni fyrirtækisins Helgafellsbygginga hf.

Upptök lánsins sem Helgafellsbyggingar tóku hjá Landsbankanum var víxill sem félagið tók til að standa skil á greiðslum til bæjarins. Fulltrúi Íbúasamtakanna í bæjarstjórn gagnrýndi ábyrgð sveitarfélagsins á láninu sem greiða á upp næsta haust. Bæjarstjórnin fékk Lögmannsstofuna Lex til að meta málið. Lex segir ábyrgðina ekki samrýmast lögum.

Bæjaryfirvöld eru ósammála mati Lex. Þá hafi bærinn traust veð „ef svo ólíklega vildi til að ábyrgðin félli á bæinn," eins og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri orðaði það í Fréttablaðinu 15. febrúar síðastliðinn.

Innanríkisráðuneytið gefur nú Mosfellsbæ frest til 31. mars til að útskýra hvernig ábyrgðin samræmist 6. málsgrein 73. greinar sveitarstjórnarlaga. Í greininni er meðal annars rætt um að sveitarstjórnir geti veitt sjálfskuldarábyrgð fyrir lánum til stofnana og fyrirtækja í eigu sveitarfélagsins sjálfs.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×