Innlent

Slökkviliðið kallað út í Eyjum

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað að fjölbýlishúsi við Foldahraun upp úr miðnætti, þar sem mikinn reyk lagði frá einni íbúð í húsinu. Nágrannar heyrðu í reykskynjara og komust inn í íbúðina þar sem húsráðandi var sofandi, og drifu hann út.

Hann sakaði ekki, en hafði gleymt potti á logandi hellu á eldavélinni og lagði mikinn reyk frá sviðnuðum og síðbúnum kvöldmatnum, en eldur hafði ekki kviknað. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og ekki komst reykur í aðrar íbúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×