Lífið

Hvernig væri að grennast og gera góðverk?

elly@365.is skrifar
Vinkonurnar Andrea Margeirsdóttir félagsráðgjafi og Rannveig Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur stofnuðu góðgerðarstarfsemina Barnabros fyrir rúmu ári síðan því þær vildu létta af litlum herðum á erfiðum tímum.

Í meðfylgjandi myndskeiði sýna þær falleg te-glös sem þær selja til fjáröflunar fyrir Barnabros. Glösin eru til sölu í versluninni Ditto á Smiðjuvegi og í gegnum netfangið Barnabros@barnabros.is.

Glösin eru með tvöföldu gleri sem heldur vökvanum heitum í allt að tvo klukkutíma. Glerið hitnar ekki utan-frá og í því er sigti þannig að drekka má beint úr glasinu og á því er lok svo hægt er að ferðast með glasið. Því fylgir lítill prufu te-pakki frá Te og Kaffi sem selja einnig umrædd te-glös.

Glasið kostar 3500 krónur og rennur allur ágóði til Barnabrosa.

Barnabros.is - Barnabros á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×