Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. desember 2011 15:07 Mynd/Stefán FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira