Tónlist

Eins og lítil sinfónía

Góðir dómar Hljómsveitin Dikta fær góða dóma á þýsku tónlistarsíðunni Pop100.com fyrir sína nýjustu plötu.
Góðir dómar Hljómsveitin Dikta fær góða dóma á þýsku tónlistarsíðunni Pop100.com fyrir sína nýjustu plötu.
Hljómsveitin Dikta fær góða dóma á þýsku tónlistarsíðunni Pop100.com fyrir plötu sína Get It Together sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Tónlistin er sögð ekki jafnflott og Geysir eða Sigur Rós en samt mjög góð.

„Diktu tekst að láta hvert einasta lag hljóma eins og lítil sinfónía,“ skrifar gagnrýnandinn og líkir hljómsveitinni við breskar sveitir á borð við Snow Patrol, Travis og Manic Street Preachers.

Hann bætir við að söngstíll Hauks Heiðars Haukssonar og James Dean Bradfield úr síðastnefndu sveitinni sé svipaður.

„Eftir að hafa hlustað á Get It Together er vel skiljanlegt af hverju Dikta er vinsælasta hljómsveit Íslands,“ skrifar hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×