Sport

Kanadamenn vörðu heimsmeistaratitilinn í bruninu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Guay fagnar eftir að hann kom í markið.
Erik Guay fagnar eftir að hann kom í markið. Mynd/Nordic Photos/Getty

Kanadamaðurinn Erik Guay tryggði sér heimsmeistaratitlinn í bruni á HM í alpagreinum í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í dag. Landi hans John Kucera hafði unnið gullið í Val d'Isère fyrir tveimur árum.

John Kucera gat ekki varið gullið sitt þar sem hann er að jafna sig eftir fótbrot en landi hans tók upp hanskann fyrir hann.

Svisslendingurinn Didier Cuche og Ítalinn Christof Innerhofer voru taldir vera sigurstranglegastir fyrir keppnina en urðu að sætta sig við silfur og brons. Innerhofer vann þarna samt sín önnur verðlaun á mótinu en hann tók gullið í stórsviginu.

Erik Guay fór brautina á 1 mínútu 58 sekúndum og 41 sekúndubroti og varð 32 hundraðshltutum á undan Didier Cuche. Christof Innerhofer var 76 hundraðshlutum á eftir Guay.

Erik Guay er 29 ára gamall og kemur frá Québec. Hann var að vinna sitt fyrsta gull á heimsmeistaramóti í Alpagreinum en vann Heimsbikarinn í stórsvigi á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×