Innlent

Styður ekki tillöguna - Hægt að laga gallað hjónaband

Boði Logason skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, sagði á Alþingi nú fyrir stundu að hún myndi ekki styðja vantrausttilögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina. Hún myndi hinsvegar segja já við trausti.

„Ég horfi til auðlinda í almannaeigu og í þágu almannahags. Ég horfi til möguleikans, draumsins, um að loksins verði hrópað hárri rausn: Við stöndum við fólki, ekki fjármagni. Ég horfi til vonarinnar um það sem kjósendur veittu þessari ríkisstjórn til að gera," sagði Guðfríður Lilja í umræðunum.

Og hún sagði að það væri hægt að laga stórgallað hjónaband. „Það er hægt að leiðrétta mistök, það er hægt að græða sár, og það er líka hægt að endurvinna traust," sagði Guðfríður Lilja og endaði svo ræðu sína á þessum orðum: „Við skulum líta fram á veginn og gera betur, gera betur og gera betur. Frú forseti, ég segi nei við vantrausti og ég segi já við trausti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×