Innlent

Gaddafí verður að fara frá

Uppreisnarmaður í Líbíu.
Uppreisnarmaður í Líbíu. MYND/AP
Nýstofnaður samráðshópur um málefni Líbíu hefur biðlað til Múammars Gaddafís leiðtoga Líbíu að hverfa úr embætti. Samráðshópurinn, sem samanstendur af evrópuveldunum, Bandaríkjunum, bandamönnum þeirra í Mið-Austurlöndum og nokkrum alþjóðastofnunum, hittist í Doha í dag þar sem rætt er um ástandið í Líbíu. Fulltrúar uppreisnarmanna í Líbíu voru einnig viðstaddir fundinn. Krónprinsinn af Katar hélt opnunarræðu á fundinum þar sem hann sagði almenning í Líbíu í bráðri hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×