Innlent

Bensínið kostar nú 240 krónur

Verð á eldsneyti hækkaði um þrjár krónur á lítrann í gær. Lítrinn kostar nú 239,80 krónur hjá Skeljungi, þar sem það er dýrast. Ódýrast er bensínið hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostar 235,10 krónur.

Þónokkur samdráttur hefur orðið í umferð á síðustu misserum, samkvæmt nýlegum mælingum Vegagerðarinnar. Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman um 6,3 prósent milli marsmánaða 2010 og 2011. Þar dróst mest saman á Hafnarfjarðarvegi eða um rúmlega 8 prósent.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna hækkandi eldsneytisverðs og skaðleg áhrif þess á ferðaþjónustuna hér á landi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×