98 sm lax úr Húseyjarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2011 15:56 Stórlaxinn úr Húseyjarkvísl í höndum lukkulegs veiðimanns Mynd af www.veidimenn.com Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur. Stangveiði Mest lesið Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Mjög gott í Langá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði
Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur.
Stangveiði Mest lesið Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Mjög gott í Langá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði