Viðskipti erlent

Milljarðamæringum í Kína stórfjölgar - nýr listi á morgun

Liang Wengen ásamt Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Liang Wengen ásamt Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Milljarðamæringum í Kína hefur stórfjölgað síðan á síðasta ári samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram á að síðasta ári hafi 189 milljarðamæringar verið í landinu en nú eru þeir orðnir 271.

Listi yfir ríkustu Kínverjana verður kynntur á morgun. BBC greinir hinsvegar frá því að nýr milljarðamæringur trónir nú í efsta sæti listans, það er Liang Wengen, 55 ára gamall stjórnarformaður byggingafyrirtækis þar í landi.

Áður var Zong Qinghou í efsta sætinu.

Íslandsvinurinn Huang Nubo var í 161. sæti listans á síðasta ári. Hæst fór hann, eftir því sem Visir kemst næst, í 36 sæti listans árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×