Þegnskylduvinna að skrifa Áramótaskaupið 7. september 2011 13:00 Örn Úlfar Sævarsson er í nýjum Skaupshópi sem hefur þegar tekið til starfa. Hann hlakkar mest til að berja á vinum sínum í pólitík og lofar því að þeir fái enga sérmeðferð. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning." Þau Anna Svava og Sævar Sigurgeirsson hafa áður verið í Skaupshópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið," segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskorun og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri." Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treystir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup." Örn gerir sér hins vegar fyllilega grein fyrir því að sjálft gamlárskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verður gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð." Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaupinu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning." Þau Anna Svava og Sævar Sigurgeirsson hafa áður verið í Skaupshópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið," segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskorun og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri." Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treystir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup." Örn gerir sér hins vegar fyllilega grein fyrir því að sjálft gamlárskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verður gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð." Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaupinu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira