Fredrik elskar íslenska hönnun 1. júlí 2011 11:00 Hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier, til vinstri, er með í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea sem slegið hafa í gegn í bresku sjónvarpi. Hann er hrifinn af íslenskri hönnun og vill gjarnan klæðast íslenskum fatnaði í þáttunum. Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira