Erlent

Norðmenn sagðir hafa rústað höll Gaddafis

Óli Tynes skrifar
Norðmenn sendu 12 F-16 orrustuþotur til Líbíu.
Norðmenn sendu 12 F-16 orrustuþotur til Líbíu.
Það voru norskar orrustuþotur sem lögðu höfuðstöðvar Moammars Gaddafist í rúst aðfararnótt mánudagsins, sað sögn bandarísku fréttastofunnar NBC. Talsmaður norska flughersins vildi ekki staðfesta þetta í samtali við norska blaðið Aftenposten.

 

Hann staðfesti hinsvegar að norskar F-16 orrustuþotur hefðu tekið þátt í hernaðaraðgerðum þessa nótt. Norðmenn og Danir hafa frá upphafi verið í fremstu víglínu í Líbíu. Norðmenn einir og sér hafa gert tólf prósent allra loftárása sem gerðar hafa verið á vígtól og vígi Gaddafis. Yfirvöld í Líbíu segja að 45 manns hafi særst í árásinni á höfuðstöðvarnar. Gaddafi heldur þar gjarnan fundi með herstjórn sinni en mun ekki hafa verið þar þegar árásin var gerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×