Erlent

Troy Davis bíður enn aftöku

Amnesty International hvetja til þess að Bandaríkjamaðurinn Troy Davis verði ekki tekinn af lífi og að hann fái að njóta sanngjarnar málsmeðferðar.

Á íslenskri vefsíðu samtakanna hafa þegar 316 manns skrifað undir áskorun þessa efnis.

Troy Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni í Savannah í Georgíu-ríki.

Á vef Amnesty International segir að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og flest vitna ákæruvaldsins, sem báru vitni gegn honum við réttarhöldin, hafa síðar dregið framburð sinn til baka eða gerst sek um mótsagnakenndar yfirlýsingar. Samkvæmt Amnesty leikur grunur á að sum þeirra hafi sætt þrýstingi frá lögreglunni að gefa framburðinn.

Árin 2007 og 2008 var þrisvar settur aftökudagur á Troy Davis, sem var svo frestað þegar einungis voru nokkrir dagar eða klukkustundir í aftökuna.

Sjá undirskriftasíðuna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×