Erlent

Jarðskjálfti í Indónesíu

Ekki er gert ráð fyrir flóðbylgju.
Ekki er gert ráð fyrir flóðbylgju.
Talsverð skelfing greip um sig í nótt þegar jarðskjálfti skók jörðu í Indónesíu. Samkvæmt bandarískum vísindamönnum mældist jarðskjálftinn um 5,4 á richter. Upptök hans voru neðansjávar, um 140 kílómetra frá borginni Cirebon.

Ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans. Fyrstu fregnir benda ekki til mikils eignatjóns á svæðinu. Fjölmargir íbúar hafa þó yfirgefið heimili sín á svæðinu vegna ótta við flóðbylgju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×