Erlent

Vara bandaríska ríkisborgara í Sýrlandi við

Mikil átök hafa verið í Sýrlandi. Myndin er úr safni.
Mikil átök hafa verið í Sýrlandi. Myndin er úr safni.
Bandarísk stjórnvöld hvetja bandarískra þegna í Sýrlandi að yfirgefa landið hið allra fyrsta. Mikil átök eru á milli mótmælenda og stjórnvalda í Sýrlandi þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að sefa mótmælendur meðal annars með því að aflétta herlögum sem voru í gildi í áratugi.

Talið er að öryggissveitir stjórnvalda hafi myrt yfir 350 mótmælendur í tilraunum til að brjóta mótmælin á bak aftur.  Bandarísk  stjórnvöld íhuga refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Sýrlands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×