Erlent

Japanskir bændur mótmæla vegna geislamengunar

Fukushima verið.
Fukushima verið.
Rúmlega 200 bændur sem búa í grennd við kjarnorkuverið í Fukushima, komu saman með hjörð af nautgripum í Tokýó í dag, og kröfðust þess að ríkisstjórnin bætti þeim skaða af geislamengun frá kjarnorkuverinu.

Hver bóndi kom með tvo nautgripi með sér í mótmælin. Allur matur og afurðir dýra í kringum verið er mengaður. Geislun hefur greinst í nautgripum í allt að 220 kílómetra fjarlægð frá verinu.

Stjórnvöld í Japan greiddu íbúum svæðisins nýlega skaðabætur vegna geislamengunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×