Í leit að liðnum tíma Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. nóvember 2011 06:00 Framsóknarmenn hafa brugðist ókvæða við vangaveltum Eiríks Bergmann um flokkinn og stefnu hans að undanförnu. Eiríkur sagði í grein í Fréttatímanum að flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernisstefnu, að breytingar á merki flokksins vísuðu í klassísk fasísk minni og að fánahylling glímumanna á síðasta landsfundi hefði verið til marks um áherslu á „þjóðleg gildi". Eiríkur er glöggur en ég held samt að við eigum að fara varlega með orð eins og „fasisma" – slík orð verða að merkja eitthvað svo að við getum brugðist við þeirri stefnu þegar hún skýtur upp kollinum. Þótt Framsóknarmenn bauli Ísland er land þitt á fundum og mæni á glímumenn hnykla vöðvana með íslenska fánann eru þeir ekki þar með orðnir að fasistum. Þeir eru bara skringilegir. Á berangriVið ættum líka að reyna að halda í heiðri þá grundvallarreglu í samskiptum okkar að virða rétt fólks til að skilgreina sig sjálft. Framsóknarmenn eru að reyna það. Þeir eru að leita að sjálfum sér, tilverurétti sínum sem flokks, hugmyndum, stefnu, réttlætingu. Það er jákvætt að þeir skuli fyrtast við að vera spyrtir saman við öfgaflokka á Norðurlöndum og raunverulega fasista. Það segir okkur að slíkar hugmyndir eru enn taldar óásættanlegar í hinu opinbera stjórnmálakerfi okkar. Framsóknarmenn eru villtir á pólitískum og hugmyndalegum berangri og hafa verið allar götur síðan flokkurinn þróaðist frá því að vera pólitískur armur Sambandsins og varð vettvangur óprúttinna fjármálaskúma sem notuðu þennan aðgang að valdakerfinu til að skara eld að eigin köku. En um leið og afskriftir fóru fram á skuldum þessara manna fóru fram stórfelldar afskriftir á fylgi Framsóknarflokksins. Í rauninni má merkilegt heita að hann skyldi ekki gufa upp. Jón Sigurðsson, einn af hugsuðum flokksins og maður sem naut virðingar út fyrir raðir flokksins, reyndi í sinni stuttu formennskutíð að finna honum merkingu og stað í tilverunni með því að innleiða hugtakið „þjóðhyggja" í íslenska hugmynda- og stjórnmálaumræðu. Um leið sá hann fyrir sér að flokkurinn hefði frjálslyndi, umburðarlyndi, hófsemi, sveigjanleika og slíkar dyggðir að leiðarljósi, aðhylltist alþjóðasamstarf á sem flestum sviðum, vildi ganga í ESB og væri almennt gefinn fyrir praktískar lausnir fremur en æsing og orðagjálfur. Flokkur í anda Frjálslyndra demókrata í Þýskalandi – í lykilstöðu á miðjunni. Væri sem sagt flokkur sæmilega menntaðrar miðstéttar, sem hefði þjóðleg gildi í hávegum, í orði kveðnu að minnsta kosti; óskakjósandinn væri deildarstjóri einhvers staðar sem hefði átt hagmælta ömmu, héldi upp á Jónas Hallgrímsson og hefði tárast yfir bókum Jóns Kalmans, ætti sér rætur í dreifbýli en byggi í einbýlishúsi í þéttbýlinu og keyrði um á jeppa; vildi halda í heiðri arf þjóðarinnar en líka stuðla að góðum lífskjörum. Jón hafði ekki erindi sem erfiði. Þjóðleg áflogÞað er því kannski ekki alls kostar rétt hjá Eiríki Bergmann að hin þjóðlega áhersla hafi komið með Sigmundi Davíð inn í flokkinn – Jón Sigurðsson var farinn að þreifa sig áfram með þetta, enda líta framsóknarmenn eflaust svo á að flokkurinn eigi sér rætur í þjóðlegum alþýðuhreyfingum – Samvinnuhreyfingunni og Ungmennafélagshreyfingunni. En þessi fánahylling með glímumönnunum á landsfundi flokksins … hefði maður ekki vitað betur hefði maður haldið að hér væri um að ræða gamalt skens með Stuðmönnum. Svo virðist ekki hafa verið. Þegar svona sýning er sett upp án íróníu, að því er best verður séð, þá eru menn að taka sér stöðu í afkáraskapnum miðjum. Þetta eru allt tákn. Glíman er tákn ítrustu þjóðlegra gilda hins íslenska bændasamfélags; hugmyndin var sú að hún væri alveg sérstaklega séríslensk, eins og rímnahættirnir og fjármörkin (reyndar er hugtakanotkunin í þessu þrennu merkilega lík) en hún var auðvitað meira og minna búin til snemma á 20. öldinni úr einhverjum fornum áflogum. Í sjálfu sér er allt í lagi að vísa til þjóðlegra verðmæta. Það er allt í lagi að heiðra gamla hluti úr eigin menningu, rétt eins og ættjarðarást er í sjálfu sér jákvæð kennd. Fólk sem ber virðingu fyrir eigin menningu er líklegra til að bera virðingu fyrir menningu annars fólks og skilja hvers vegna það vill heiðra sinn arf. En glíman íslenska er gömul áflogahefð og með því að vísa til hennar er verið að segja: Við stöndum fyrir þjóðleg áflog. Við ætlum að standa í ryskingum. Glíman er ekki bara langdregið hnoð tveggja manna heldur kannski það úr Ungmennafélagamenningunni í byrjun 20. aldar sem tengist helst þjóðernisbelgingi eins og þeir muna sem lesið hafa bók Stefáns Jónssonar um Jóhannes á Borg. Hnyklaðir vöðvar, glímubúningur og fánahylling: allt vekur þetta ógeðfelld hugrenningatengsl við hermennskudýrkun og búningaderring – en þó umfram allt liðinn tíma. Ég veit að ég slæ úr og í. En Framsóknarflokkurinn er samt ekki fasistaflokkur. Því fer fjarri. En hann á enn eftir að sýna okkur fram á að hann sé ekki draugagangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Framsóknarmenn hafa brugðist ókvæða við vangaveltum Eiríks Bergmann um flokkinn og stefnu hans að undanförnu. Eiríkur sagði í grein í Fréttatímanum að flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernisstefnu, að breytingar á merki flokksins vísuðu í klassísk fasísk minni og að fánahylling glímumanna á síðasta landsfundi hefði verið til marks um áherslu á „þjóðleg gildi". Eiríkur er glöggur en ég held samt að við eigum að fara varlega með orð eins og „fasisma" – slík orð verða að merkja eitthvað svo að við getum brugðist við þeirri stefnu þegar hún skýtur upp kollinum. Þótt Framsóknarmenn bauli Ísland er land þitt á fundum og mæni á glímumenn hnykla vöðvana með íslenska fánann eru þeir ekki þar með orðnir að fasistum. Þeir eru bara skringilegir. Á berangriVið ættum líka að reyna að halda í heiðri þá grundvallarreglu í samskiptum okkar að virða rétt fólks til að skilgreina sig sjálft. Framsóknarmenn eru að reyna það. Þeir eru að leita að sjálfum sér, tilverurétti sínum sem flokks, hugmyndum, stefnu, réttlætingu. Það er jákvætt að þeir skuli fyrtast við að vera spyrtir saman við öfgaflokka á Norðurlöndum og raunverulega fasista. Það segir okkur að slíkar hugmyndir eru enn taldar óásættanlegar í hinu opinbera stjórnmálakerfi okkar. Framsóknarmenn eru villtir á pólitískum og hugmyndalegum berangri og hafa verið allar götur síðan flokkurinn þróaðist frá því að vera pólitískur armur Sambandsins og varð vettvangur óprúttinna fjármálaskúma sem notuðu þennan aðgang að valdakerfinu til að skara eld að eigin köku. En um leið og afskriftir fóru fram á skuldum þessara manna fóru fram stórfelldar afskriftir á fylgi Framsóknarflokksins. Í rauninni má merkilegt heita að hann skyldi ekki gufa upp. Jón Sigurðsson, einn af hugsuðum flokksins og maður sem naut virðingar út fyrir raðir flokksins, reyndi í sinni stuttu formennskutíð að finna honum merkingu og stað í tilverunni með því að innleiða hugtakið „þjóðhyggja" í íslenska hugmynda- og stjórnmálaumræðu. Um leið sá hann fyrir sér að flokkurinn hefði frjálslyndi, umburðarlyndi, hófsemi, sveigjanleika og slíkar dyggðir að leiðarljósi, aðhylltist alþjóðasamstarf á sem flestum sviðum, vildi ganga í ESB og væri almennt gefinn fyrir praktískar lausnir fremur en æsing og orðagjálfur. Flokkur í anda Frjálslyndra demókrata í Þýskalandi – í lykilstöðu á miðjunni. Væri sem sagt flokkur sæmilega menntaðrar miðstéttar, sem hefði þjóðleg gildi í hávegum, í orði kveðnu að minnsta kosti; óskakjósandinn væri deildarstjóri einhvers staðar sem hefði átt hagmælta ömmu, héldi upp á Jónas Hallgrímsson og hefði tárast yfir bókum Jóns Kalmans, ætti sér rætur í dreifbýli en byggi í einbýlishúsi í þéttbýlinu og keyrði um á jeppa; vildi halda í heiðri arf þjóðarinnar en líka stuðla að góðum lífskjörum. Jón hafði ekki erindi sem erfiði. Þjóðleg áflogÞað er því kannski ekki alls kostar rétt hjá Eiríki Bergmann að hin þjóðlega áhersla hafi komið með Sigmundi Davíð inn í flokkinn – Jón Sigurðsson var farinn að þreifa sig áfram með þetta, enda líta framsóknarmenn eflaust svo á að flokkurinn eigi sér rætur í þjóðlegum alþýðuhreyfingum – Samvinnuhreyfingunni og Ungmennafélagshreyfingunni. En þessi fánahylling með glímumönnunum á landsfundi flokksins … hefði maður ekki vitað betur hefði maður haldið að hér væri um að ræða gamalt skens með Stuðmönnum. Svo virðist ekki hafa verið. Þegar svona sýning er sett upp án íróníu, að því er best verður séð, þá eru menn að taka sér stöðu í afkáraskapnum miðjum. Þetta eru allt tákn. Glíman er tákn ítrustu þjóðlegra gilda hins íslenska bændasamfélags; hugmyndin var sú að hún væri alveg sérstaklega séríslensk, eins og rímnahættirnir og fjármörkin (reyndar er hugtakanotkunin í þessu þrennu merkilega lík) en hún var auðvitað meira og minna búin til snemma á 20. öldinni úr einhverjum fornum áflogum. Í sjálfu sér er allt í lagi að vísa til þjóðlegra verðmæta. Það er allt í lagi að heiðra gamla hluti úr eigin menningu, rétt eins og ættjarðarást er í sjálfu sér jákvæð kennd. Fólk sem ber virðingu fyrir eigin menningu er líklegra til að bera virðingu fyrir menningu annars fólks og skilja hvers vegna það vill heiðra sinn arf. En glíman íslenska er gömul áflogahefð og með því að vísa til hennar er verið að segja: Við stöndum fyrir þjóðleg áflog. Við ætlum að standa í ryskingum. Glíman er ekki bara langdregið hnoð tveggja manna heldur kannski það úr Ungmennafélagamenningunni í byrjun 20. aldar sem tengist helst þjóðernisbelgingi eins og þeir muna sem lesið hafa bók Stefáns Jónssonar um Jóhannes á Borg. Hnyklaðir vöðvar, glímubúningur og fánahylling: allt vekur þetta ógeðfelld hugrenningatengsl við hermennskudýrkun og búningaderring – en þó umfram allt liðinn tíma. Ég veit að ég slæ úr og í. En Framsóknarflokkurinn er samt ekki fasistaflokkur. Því fer fjarri. En hann á enn eftir að sýna okkur fram á að hann sé ekki draugagangur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun