Sport

Sjötta góða mótið hjá Rögnu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Völundur
Ragna Ingólfsdóttir er, eftir sigurinn í gær, á góðri leið með að tryggja sér sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Heimslistastaðan í byrjun maí 2012 segir til um hverjir hljóta þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar.

„Þetta er sjötta góða mótið mitt og ég þarf helst að ná tíu góðum mótum til að komast inn á Ólympíulistann. Ég vil helst vera með meðaltal á bilinu 2.200 til 2.500 sem mun skila mér í kringum 50. sæti á heimslistanum. Það er rosalega gott að fá 2.500 stig fyrir þetta mót og svo náði ég 2.700 stigum í Þýskalandi um síðustu helgi.Ég er aðeins að hækka meðaltalið,“ segir Ragna,

en hún keppir næstu tvær helgar á mótum í Noregi og Skotlandi.

„Ég á eftir að ákveða hvað ég ætla að gera í desember en það fer líka svolítið eftir því hvernig mér gengur á þessum mótum. Nú er fimm og hálfur mánuður í Ólympíulistann og ég á eftir að ná nokkrum góðum mótum. Ég þarf að reyna að velja mér flott mót til að fá góð stig á,“ sagði Ragna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×