Viðskipti innlent

Hótel Loftleiðir verður Natura

Hótelið var opnað fyrir 45 árum og hefur nú verið tekið í gegn.
Hótelið var opnað fyrir 45 árum og hefur nú verið tekið í gegn. Mynd/Pjetur
Hið sögufræga Hótel Loftleiðir mun frá og með deginum í dag kallast Reykjavík Natura. Nafnbreytingin kemur í kjölfar gagngerra endurbóta á hótelinu.

Nafnbreytingin er skýrð með því að rúmlega níutíu prósent gesta á hótelinu eru erlendir ferðamenn. Þá er nafnið einnig skírskotun til nálægðar hótelsins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Gagngerar endurbætur á hótelinu eru næststærsta byggingaframkvæmd í Reykjavík á árinu og kostnaðurinn er tæpur milljarður króna.- þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×