Innlent

Þorvarður Davíð sendi bróður sínum bréf og baðst afsökunar

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður
Ólafur Þórðarson tónlistarmaður
Þorvarður Davíð Ólafsson, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir helgi fyrir að veitast að föður sínum, Ólafi Þórðarsyni, tónlistarmanni, var haldinn miklum ranghugmyndum um föður sinn.

Hann hélt meðal annars að hann væri milljónamæringur og skuldaði sér pening.

Þetta sagði bróðir Þorvarðs í Kastljósi í kvöld. „Síðan hefur hann sagt sjálfur að það hafi ekki verið kveikjan að árásinni, en hann var búinn að vera með ásakanir í þessum dúr í hans garð," sagði Þórður Daníel Ólafsson, sonur Ólafs, og bætti því við að þær hafi staðið langt aftur í tímann og bróðir sinn hafi verið í kókaínneyslu í langan tíma.

Aðspurður hvort að samskipti sín við bróður sinn hafi verið einhver frá árásinni segir Þórður Daníel: „Nei, þau hafa ekki verið nein, einu samskiptin eru bréf sem hann sendi mér þar sem hann í raun og veru biðst afsökunar og honum þyki þetta leitt. Þau hafa ekki verið nein fyrir utan það," sagði Þórður Daníel.

Hann sagði að pabbi sinn sé ekki enn farinn að tjá sig en sé að verða líkari sjálfum sér. „Stundum finnst manni maður fá viðbrögð frá honum og stundum ekki," sagði Þórður Daníel.

Helgi Pétursson, tónlistarmaður, var einnig gestur í Kastljósi og sagði að Ólafur væri enn meðvitundarlaus en segir að þau sem sjái hann reglulega finnist hann sýna þess merki að hann skynji umhverfi sitt. „Við pössum okkur á því að tala við hann en ekki um hann," sagði Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×