Gengið gegn lífseigum fordómum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. júlí 2011 07:00 Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Því miður lifir þetta viðhorf ekki bara í umræðu manna á meðal heldur brýst það reglulega fram í ummælum þeirra sem síst skyldi, manna sem með kynferðisbrot fara innan opinbera kerfisins, þeirra sem þolendur kynferðisbrota mæta í kæru-, rannsóknar- og dómsferli. Ummæli kanadísks lögreglumanns um að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur til að koma í veg fyrir að þeim yrði nauðgað urðu í apríl síðastliðnum kveikjan að því að skipulögð var svokölluð drusluganga, eða „slut walk", þar í landi. Heitið drusluganga vísar til þess að konur voru hvattar til að mæta til leiks eins „druslulega" klæddar og þeim sýndist til þess að vekja athygli á frelsi þeirra til að klæðast að vild og smekk án þess að litið sé á það þannig að þær kalli yfir sig ofbeldi. Gangan vakti mikla athygli og umræðu og síðan má segja að hugmyndin um druslugöngu hafi farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Þúsundir kvenna og karla hafa tekið þátt í druslugöngum til að vekja athygli á þeirri menningu að fella sök á brotaþola í stað brotamanna. Á laugardaginn verður efnt til druslugöngu hér á landi, ekki bara í Reykjavík heldur einnig á Ísafirði og í Reykjanesbæ. Yfirlýst markmið druslugöngunnar hér er eins og annars staðar að færa ábyrgð frá þolendum kynferðisafbrota yfir á gerendur og uppræta þá samfélagslegu fordóma sem endurspeglast í ofuráherslu á klæðaburð, ástand og atferli þolenda í umræðunni um kynferðisofbeldi. Gangan á þannig að vekja athygli á þeirri augljósu staðreynd að gerandi ber ábyrgð á kynferðisbrotum, rétt eins og gerendur bera ábyrgð á öðrum brotum sem framin eru; barsmíðum, þjófnuðum og öðrum auðgunarbrotum og áfram mætti telja. Framtakið að efna hér til druslugöngu er frábært. Meðan umræða um kynferðisbrot lýtur öðrum lögmálum en umræða um önnur brot sem framin eru, líka önnur ofbeldisbrot, þá verður að hamra járnið. Þeirri staðreynd verður að halda á lofti að nauðgun er valdbeiting sem hefur auðvitað ekkert með kynlíf að gera eins og stundum er gefið í skyn. Hún er birtingarmynd ofbeldis og því glæpur sem enginn getur borið ábyrgð á annar en sá sem hann fremur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Því miður lifir þetta viðhorf ekki bara í umræðu manna á meðal heldur brýst það reglulega fram í ummælum þeirra sem síst skyldi, manna sem með kynferðisbrot fara innan opinbera kerfisins, þeirra sem þolendur kynferðisbrota mæta í kæru-, rannsóknar- og dómsferli. Ummæli kanadísks lögreglumanns um að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur til að koma í veg fyrir að þeim yrði nauðgað urðu í apríl síðastliðnum kveikjan að því að skipulögð var svokölluð drusluganga, eða „slut walk", þar í landi. Heitið drusluganga vísar til þess að konur voru hvattar til að mæta til leiks eins „druslulega" klæddar og þeim sýndist til þess að vekja athygli á frelsi þeirra til að klæðast að vild og smekk án þess að litið sé á það þannig að þær kalli yfir sig ofbeldi. Gangan vakti mikla athygli og umræðu og síðan má segja að hugmyndin um druslugöngu hafi farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Þúsundir kvenna og karla hafa tekið þátt í druslugöngum til að vekja athygli á þeirri menningu að fella sök á brotaþola í stað brotamanna. Á laugardaginn verður efnt til druslugöngu hér á landi, ekki bara í Reykjavík heldur einnig á Ísafirði og í Reykjanesbæ. Yfirlýst markmið druslugöngunnar hér er eins og annars staðar að færa ábyrgð frá þolendum kynferðisafbrota yfir á gerendur og uppræta þá samfélagslegu fordóma sem endurspeglast í ofuráherslu á klæðaburð, ástand og atferli þolenda í umræðunni um kynferðisofbeldi. Gangan á þannig að vekja athygli á þeirri augljósu staðreynd að gerandi ber ábyrgð á kynferðisbrotum, rétt eins og gerendur bera ábyrgð á öðrum brotum sem framin eru; barsmíðum, þjófnuðum og öðrum auðgunarbrotum og áfram mætti telja. Framtakið að efna hér til druslugöngu er frábært. Meðan umræða um kynferðisbrot lýtur öðrum lögmálum en umræða um önnur brot sem framin eru, líka önnur ofbeldisbrot, þá verður að hamra járnið. Þeirri staðreynd verður að halda á lofti að nauðgun er valdbeiting sem hefur auðvitað ekkert með kynlíf að gera eins og stundum er gefið í skyn. Hún er birtingarmynd ofbeldis og því glæpur sem enginn getur borið ábyrgð á annar en sá sem hann fremur.