Utan vallar: Hver byrjaði á þessu "gefðu mér fimm“ kjaftæði? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. desember 2011 07:00 Leikmenn í NBA-deildinni að gefa "fimmu". NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira