Innlent

Fundur í fyrramálið

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félgas leikskólakennara
Haraldur Freyr Gíslason, formaður félgas leikskólakennara
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar klukkan tíu í fyrramálið í kjaradeilu leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna. Þetta staðfestir formaður félags leikskólakennara í samtali við fréttastofu.

Samninganefnd íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að fallast á túlkun Félags leikskólakennara um framkvæmd mögulegs verkfalls þar til félagsdómur hefur skorið úr um málið.

Þetta þýðir að ekki verði tekið á móti börnum á deildum þar sem deildarstjórar eru í verkfalli, fram að úrskurði að minnsta kosti.

Forystumenn félagsins hafa fundað með viðsemjendum sínum um kjaramál síðustu daga og vikur. Hann segir að sú staðreynd að 96% félagsmanna hafi greitt atkvæði með verkfalli segi allt um þann hita sem sé í leikskólakennurum í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×