Innlent

Björgunaraðgerðin gekk vel

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Núna klukkan sjö tókst að koma svissneska ferðamanninum sem slasaðist í Hveradölum í Kverkfjöllum í Norðanverðum Vatnajökli í þyrlu Norðurflugs.

Þyrlan lenti á sjötta tímanum í grennd við slysstaðinn en þurfti að selflytja björgunarmenn frá Sigurðarskála í Kverkfjöllum á slysstaðinn.

Þaðan báru björgunarmenn hinn slasaða um fimm hundruð metra yfir erfitt landslag og upp bratt einstigi. Það gekk þó með eindæmum vel og er sá slasaði nú á leið á sjúkrahús þar sem gert verður að sárum hans.

Björgunarmenn þurfa nú að ganga niður jökulinn og koma sér heim en reikna má að síðustu björgunarmenn skili sér heim fyrri part nætur.  

Aðgerðin gekk mjög vel með samstilltu átaki björgunarsveitarmanna, landvarða á svæðinu, lögreglu og annara viðbragðsaðila en segja má að veður og aðstæður á svæðinu hafi verið með besta móti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×