Innlent

Íslensk barnaföt í Magasin Du Nord

Allar myndir í auglýsingaherferð fyrir haust og vetrarlínu Ígló voru teknar af börnum
Allar myndir í auglýsingaherferð fyrir haust og vetrarlínu Ígló voru teknar af börnum Mynd Ígló
Íslenska barnafatamerkið Ígló er komið í sölu hjá stórversluninni Magasin Du Nord. Nú er því hægt að kaupa fatnað úr haust og vetrarlínunni 2011 í Magasin du Nord á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.

„Við erum ótrúlega stolt að hafa komist inn í jafn virta stórverslun og Magasin Du Nord, enda berjast fatamerkin um að komast þar inn. Þetta var því mikilvægt skref fyrir Ígló. Ekki síður er skemmtilegt til þess að vita að Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn geta nú keypt Ígló á krílin sín og annarra en þeir þurfa samt að drífa sig áður en allt selst upp," segir Helga Ólafsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður Ígló.

Samkvæmt tilkynningu frá Ígló samanstendur haustlínan af litríkum kjólum, blúsum, bolum, buxum

skyrtum og peysum með pífum, slaufum og olnbogabótum fyrir stelpur og stráka frá

nýfæddu til 12 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×