Innlent

Þrír efstu fá hrútasæði í verðlaun

Iðulega er líf og fjör á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli
Iðulega er líf og fjör á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli Mynd úr safni
Íslandsmeistaramótið í Hrútadómum, sem venjulega kallast einfaldlega hrútaþukl, verður haldið á laugardaginn í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þetta er í níunda sinn sem mótið er haldið. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík.

„Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur og æðsti sauðfjárspekúlant Íslands fer fyrir dómnefnd  sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja," segir í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu.

Veglegir vinningar eru í boði og til að mynda fá þrír efstu í flokkri reyndra þuklara nokkra skammta af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×