Sport

Holyfield enn einu sinni á leiðinni í hringinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum mun hin 48 ára hnefaleikakappi, Evander Holyfield, mæta heimsmeistaranum í WBA þungavigt, Alexander Povetkin, í bardaga á næstu mánuðum.

Holyfield var mættur til Þýskalands um helgina til að horfa á bardagann milli Alexander Povetkin og Ruslan Chagaev. Kalle Sauerland, skipuleggjandi bardagans, boðaði Holyfield til Þýskalands í einskonar kynningarferð fyrir bardagann mikla.

Hnefaleikakappinn verður orðin 49 ára þegar umræddur bardagi fer fram. Holyfield hefur tekið þátt í tveimur stórum bardögum á undanförnum fjórum árum og báðir hafa þeir tapast, því kemur þetta virkilega á óvart.

Holyfield hefur tekið þátt í 57 bardögum, unnið 44, tapað 10 sinum og gert tvö jafntefli. Frægastur er hann fyrir viðureignir sínar við Mike Tyson á síðasta áratugi, en Tyson beit hluta úr eyra af Holyfield.

Hér að ofan má sjá eitt frægasta atvik hnefaleikasögunnar þegar Tyson beit Holyfield þann 28.júní árið 1997.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×