Viðskipti erlent

Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra

Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni.

Breskir fjölmiðlar fjalla um málið sem og Reuters. Þar kemur fram að inn í þessari veltutölu sé salan hjá þeim fyrirtækjum sem leigja sér pláss í Harrods.

Í maí síðasta ári seldi kaupsýslumaðurinn Mohammed Al Fayed Harrods til eignarhaldsfélagsins Quatar Holdings fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×