Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir veðja á að evran styrkist

Vogunarsjóðir og gjaldeyrismiðlarar af breytt evruveðmálum sínum úr því að evran veikist og yfir í að evran styrkist.

Fjallað er um málið í Financial Times en þar kemur fram að fjárfestar þessir hafi keypt 8 milljarða af evrum á sjö dögum fram 18. janúar sem er met. Þetta sýnar tölur frá Chicago Mercantile Exchange sem oft gefur góðar vísbendingar um hvað vogunarsjóðir eru að gera á fjármálamörkuðum.

Ástæðan fyrir því að fjárfestar hafa skipt um stöður sínar gagnvart evrunni eru auknar líkur á að leiðtogar Evrópusambandsins muni koma sér saman um að endurskiðuleggja 440 milljarða evra björgunarsjóð sinn.

Þá hafa nýlegar yfirlýsingar Jean Claude Trichet seðlabankastjóra Evrópu um styrk evrunnar einnig hjálpað til sem og fréttir um að Kínverjar og Japanir ætli einnig að styðja við evruna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×