Innlent

Mótmæla á náttfötunum

Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin er úr safni.
Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin er úr safni. Mynd/GVA
Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands, bæði núverandi og fyrrverandi, nýnemar, kennarar, starfsfólk og velunnarar skólans ætla að mæta í náttfötum og „snooz-a" alla virka daga milli klukkan 14 og 16 þar til málefni skólans hafa verið leyst.

„Eigum við ekki bara að fresta þessu aðeins lengur?" er yfirskrift gjörningsins en skólinn á að vera settur 22. ágúst. Í tilkynningu segir að það „fáranlegt að enn sé ekki komin lausn. Þetta veldur fullkominni óvissu um það hvort að 150 nemendur og 50 starfsmenn við skólann þurfi að finna sér eitthvað nýtt að gera.“

Hægt er að sjá Facebook-hóp sem hefur verið stofnaður vegna þessa friðsælu mótmæla hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×