Innlent

Byggðaráð krefur OR úrbóta

Orkuveitan hefur þurft að keyra vatn í bílum á svæðið vegna lélegra vatnsbóla. fréttablaðið/vilhelm
Orkuveitan hefur þurft að keyra vatn í bílum á svæðið vegna lélegra vatnsbóla. fréttablaðið/vilhelm
Byggðaráð Borgarbyggðar krefst þess að Orkuveita Reykjavíkur hefji þegar í stað framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Reykholtsdal og tryggi íbúum og fyrirtækjum nægjanlegt vatn. Þetta kemur fram í Skessuhorni.

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur verið viðvarandi vatnsskortur í dalnum. Svo rammt hefur að honum kveðið að sú staða hefur komið upp að ekki sé hægt að sturta niður í klósettum á Fosshótel Reykholti.

Byggðaráð hélt 200. fund sinn í Reykholti á fimmtudag. Fyrir honum lá bréf frá slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar þar sem áhyggjum var lýst af vatnsskorti með tilliti til slökkvistarfs. Byggðaráð tók undir það.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×