Innlent

Fimm þúsund gestir á Galtalæk um helgina

Dikta er ein af þeim hljómsveitum sem troða mun upp á hátíðinni.
Dikta er ein af þeim hljómsveitum sem troða mun upp á hátíðinni.
Búist er við fimm þúsund gestum á Útihátíðina á Galtalæk um helgina en undirbúningur hátíðarinnar, sem byrjar á morgun, er nú á lokastigi.



Óskar Thor, einn skipuleggjanda hátíðarinnar, segir veðrið vera frábært á staðnum. Tveir Freestyle Motorcross kappar frá Svíþjóð komu til landsins í dag en þeir verða með sýningu á hátíðinni þar sem þeir munu stökkva af stærstu pöllum sem til eru á landinu. Auk þess verða nokkrir af bestu hjólabretta og BMX iðkendum landsins á hátíðinni og munu þar sýna listir sínar á sýningu sem Óskar segir vera á heimsklassa.



Hátíðin byrjar á morgun eins og áður kom fram en 7000 miðar voru settir í sölu þannig að þeir sem ekki eru búnir að versla sér miða enn hafa ekki misst af tækifærinu.



Dagskrá hátíðarinnar:






Föstudagur



Vicky

Ourlives

Cliff Clavin

Benny Crespos Gang

Valdimar

Friðrik Dór

Ensími



Laugardagur


Freestyle Mótorcross sýning

BMX- og Hjólabrettasýning

Reason to Believe

Made my Mud

Súr



Laugardagskvöld

Jón Jónsson

Dikta

Steindi Jr.

Kristmundur Axel

Emmsjé Gauti

Gnusi Yones

Ultra Mega Technobandið Stefán

Sykur

Blaz Roca




Fleiri fréttir

Sjá meira


×