Innlent

Úttektarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur skipuð

Nefndina skipa Margrét Pétursdóttir, Ása Ólafsdóttir og Ómar Hlynur Kristmundsson.
Nefndina skipa Margrét Pétursdóttir, Ása Ólafsdóttir og Ómar Hlynur Kristmundsson.
Borgarráð hefur samþykkt að skipa þrjá einstaklinga í úttektarnefnd sem mun fara yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur og er nefndinni ætlað að gera óháða úttekt á þeim þáttum sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Nefndin mun skoða rekstur Orkuveitunnar allt frá stofnun fyrirtækisins og mun úttektin beinast sérstaklega að því að skoða hvernig staðið var að mikilvægum skuldbindandi ákvörðunum, þar á meðal aðkomu eigenda, stjórnar og stjórnenda að þessum ákvörðunum. Úttektin mun ennfremur beinast að vinnubrögðum stjórnar, forstjóra og framkvæmdastjórnar og samvinnu þeirra á milli. Þá verða ýmsir þættir innra eftirlits fyrirtækisins metnir og áhættustýring þess skoðuð.

Markmiðið með stofnun nefndarinnar er að skýra aðdraganda og orsakir fyrir þeirri stöðu sem rekstur Orkuveitu Reykjavíkur er í með það að leiðarljósi að bæta stjórnsýslu hjá fyrirtækinu og samskipti milli eigenda og fyrirtækisins.

Nefndina skipa Margrét Pétursdóttir, Ása Ólafsdóttir og Ómar Hlynur Kristmundsson. Áætlað er að skýrsla nefndarinnar verði tilbúin fyrir 1. mars 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×