Innlent

Ótrúleg heppni að enginn slasaðist á Dalveginum

Boði Logason skrifar
Bíllinn ók yfir á öfugan vegarhelming, yfir gangstétt og hafnaði framan á þessum tveimur jeppum.
Bíllinn ók yfir á öfugan vegarhelming, yfir gangstétt og hafnaði framan á þessum tveimur jeppum. Mynd/BL
Mildi þykir að enginn slasaðist þegar að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Dalveginum í Kópavogi um klukkan eitt í dag.

Ökumaður fólksbifreiðar, tók U-beygju á Dalveginum, en svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bíl sínum og ók yfir á öfugan vegarhelming þar sem hann lenti framan á öðrum bíl. Því næst keyrði bíllinn upp á gangstétt og niður brekku þar sem hann hafnaði á tveimur bílum sem voru kyrrstæðir og mannlausir.

Enginn slasaðist, en ökumaður og farþegi bílsins, sem eru eldri hjón, voru í miklu áfalli. Þrátt fyrir að slysið hafi gerst nokkrum metrum frá lögreglustöðinni í Kópavogi tók það lögregluna um 10 til 15 mínútur að koma á vettvang. Miklar tafir voru á umferð á Dalveginum á meðan.

Bíllinn keyrði alls á fjóra bíla, eru að minnsta kosti tveir þeirra óökufærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×