Innlent

Kraftur kominn í makrílveiðarnar

Kraftur er nú kominn í makrílveiðarnar suður af landinu og eru mörg skip þegar byrjuð veiðar. Aflinn er ýmist unninn og frystur um borð í fjölveiðiskipunum, eða landað ferskum til vinnslu í landi.

Fjölmörg skip af öllum stærðum og gerðum hafa fengið leyfi til veiðanna í sumar, allt frá litlum trillum upp í stóra frystitogara og er kvótinn um það bil 150 þúsund tonn, eða heldur meiri en í fyrra.

Þessa dagana er makríllinn heldur í smærra lagi, en búist er við að stærri makríll finnist þegar líður á sumarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×