Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 73-83 Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 3. nóvember 2011 21:16 Grindvíkingar unnu nauman sigur á nýliðunum í Val, 83-73, í spennandi leik í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Reynsla gestanna kom að notum í lokin og gerðu þeir það sem þurfti til að fara með bæði stigin heim. Án efa versti leikur Grindvíkinga á tímabilinu en á saman tíma jákvæðir hlutir að gerast í herbúðum Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn með fjórum þriggja stiga körfum í röð og var staðan 12-5 fyrir heimamenn eftir nokkra mínútna leik. Það var um greinilegt vanmat í gangi hjá gestunum og Valsmenn héldu áfram sínu striki út leikhlutann. Staðan var 26-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, messaði heldur betur yfir sínum mönnum í hléinu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir yfir 32-31 og greinilega vaknaðir til lífsins. Leikurinn var nokkuð spennandi út fyrri hálfleikinn og aldrei munaði miklu á liðunum. Valsmenn spýttu aðeins í lófana undir lokin og var staðan 47-42 fyrir heimamenn þegar flautað var til hálfleiks. Valsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og komust fljótlega í 54-48. Darren Hugee, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel bæði í vörn og sókn, en leikmaðurinn hafði varið fjögur skot eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir að fjórðungnum var staðan orðin 56-54 fyrir Grindvíkinga. Góður kafli hjá gestunum. Þegar loka fjórðungurinn hófst var staðan 62-61 fyrir gestina og allt opið. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Igor Tratnik, leikmaður Vals, sína fimmtu villu og þar með útilokun, en hann hafði verið besti leikmaður liðsins fram að því. Grindvíkingar voru komnir með fimm stiga forystu 73-68. Grindvíkingar náðu að halda heimamönnum þægilega vel frá sér út leiktímann og sigruðu að lokum 83-73. Valsmenn eru því enn án stiga í Iceland-Express deild karla en aftur á móti hafa Grindvíkingar unnið alla sína leiki.Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld," sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki". „Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn". Sjá má myndband af viðtalinu við Páll Axel hér að ofan.Ágúst: Klárlega besti leikur okkar í vetur„Þetta var klárlega besti leikur okkar í vetur," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Allt annar bragur á liðinu okkar en auðvita er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik". „Það var dálítið eins og við urðum bensínlausir í fjórða leikhlutanum. Villuvandræði lykilleikmanna voru einnig að plaga okkur". „Við byggjum bara á þessum leik og það hlýtur að koma smá sjálfstraust í liðið eftir þennan leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér.Helgi: Eigum að skammast okkur„Eins og við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eigum við bara að skammast okkur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum andlausir og áhugalausir og ég verð að skoða vandlega hvað er að gerast hjá liðinu". „Við þurfum heldur betur að rífa okkur upp af rassgatinu. Það jákvæða er kannski að liðið á ekkert að vera toppa á þessum tíma". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Valur-Grindavík 73-83 (47-42)Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 7, Hamid Dicko 7, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 5/6 fráköst.Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu nauman sigur á nýliðunum í Val, 83-73, í spennandi leik í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Reynsla gestanna kom að notum í lokin og gerðu þeir það sem þurfti til að fara með bæði stigin heim. Án efa versti leikur Grindvíkinga á tímabilinu en á saman tíma jákvæðir hlutir að gerast í herbúðum Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn með fjórum þriggja stiga körfum í röð og var staðan 12-5 fyrir heimamenn eftir nokkra mínútna leik. Það var um greinilegt vanmat í gangi hjá gestunum og Valsmenn héldu áfram sínu striki út leikhlutann. Staðan var 26-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, messaði heldur betur yfir sínum mönnum í hléinu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir yfir 32-31 og greinilega vaknaðir til lífsins. Leikurinn var nokkuð spennandi út fyrri hálfleikinn og aldrei munaði miklu á liðunum. Valsmenn spýttu aðeins í lófana undir lokin og var staðan 47-42 fyrir heimamenn þegar flautað var til hálfleiks. Valsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og komust fljótlega í 54-48. Darren Hugee, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel bæði í vörn og sókn, en leikmaðurinn hafði varið fjögur skot eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir að fjórðungnum var staðan orðin 56-54 fyrir Grindvíkinga. Góður kafli hjá gestunum. Þegar loka fjórðungurinn hófst var staðan 62-61 fyrir gestina og allt opið. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Igor Tratnik, leikmaður Vals, sína fimmtu villu og þar með útilokun, en hann hafði verið besti leikmaður liðsins fram að því. Grindvíkingar voru komnir með fimm stiga forystu 73-68. Grindvíkingar náðu að halda heimamönnum þægilega vel frá sér út leiktímann og sigruðu að lokum 83-73. Valsmenn eru því enn án stiga í Iceland-Express deild karla en aftur á móti hafa Grindvíkingar unnið alla sína leiki.Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld," sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki". „Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn". Sjá má myndband af viðtalinu við Páll Axel hér að ofan.Ágúst: Klárlega besti leikur okkar í vetur„Þetta var klárlega besti leikur okkar í vetur," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Allt annar bragur á liðinu okkar en auðvita er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik". „Það var dálítið eins og við urðum bensínlausir í fjórða leikhlutanum. Villuvandræði lykilleikmanna voru einnig að plaga okkur". „Við byggjum bara á þessum leik og það hlýtur að koma smá sjálfstraust í liðið eftir þennan leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér.Helgi: Eigum að skammast okkur„Eins og við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eigum við bara að skammast okkur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum andlausir og áhugalausir og ég verð að skoða vandlega hvað er að gerast hjá liðinu". „Við þurfum heldur betur að rífa okkur upp af rassgatinu. Það jákvæða er kannski að liðið á ekkert að vera toppa á þessum tíma". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Valur-Grindavík 73-83 (47-42)Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 7, Hamid Dicko 7, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 5/6 fráköst.Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira