Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2011 08:30 Björgvin Páll gat ekki æft með landsliðinu í gær og gaf því ungum Seltirningum eiginhandaráritanir í staðinn. Mynd/Anton Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra. Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra.
Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira