Lífið

Feta í fótspor Jimi Hendrix

Hljómsveitin spilar öll bestu lög gítarsnillingsins Jimi Hendrix á Sódómu 10. febrúar.
Hljómsveitin spilar öll bestu lög gítarsnillingsins Jimi Hendrix á Sódómu 10. febrúar.
Fjórir Skagamenn spila uppáhaldslög sín með Jimi Hendrix á tónleikum á Sódómu næsta fimmtudagskvöld. Þetta eru fyrstu stóru tónleikar drengjanna.

Hljómsveitin The Jimi Hendrix Project spilar á Sódómu Reykjavík 10. febrúar. Sveitin er skipuð fjórum strákum á þrítugsaldri frá Akranesi sem hafa verið að spila saman í um eitt ár, aðallega í heimabænum.

„Við erum að færa okkur til stórborgarinnar. Þetta verða okkar fyrstu stóru tónleikar," segir gítarleikarinn Siggi Bach, sem hefur lengi hlustað á Hendrix. „Hann er rosalega mikill áhrifavaldur hjá manni, eins og hjá flestum gítarleikurum." Spurður hvort það sé ekki erfitt að feta í fótspor þessa mikla snillings segir hann: „Þetta er krefjandi djobb, ég lýg því ekki, en ég tel mig nú geta eitthvað. Maður situr líka við æfingar allan liðlangan daginn þegar maður er ekki að vinna."

Auk Sigga eru í hljómsveitinni þeir Axel Freyr trommari, Björn Breiðfjörð bassaleikari og Bergur Líndal, söngvari og ryþmagítar­leikari. „Við erum að spila öll helstu lögin af þessum þremur plötum sem hann náði að gefa út, kallinn," segir Siggi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir 1.000 krónur, greiddar í seðlum.

freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×