Innlent

Þyrla sækir erlenda hjólreiðamenn

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar Mynd/ Landhelgisgæslan
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni til þriggja erlendra hjólreiðamanna sem eru strandaglópar á Fjórðungssandi vestan við Þjórsá, norður af Norðlingaöldu.

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:30 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu þar sem svæðið er mjög erfitt yfirferðar en það tæki björgunarsveitarmenn um 6 tíma að komast á staðinn. Ekki er vitað nánar hvert ástand hjólreiðamannanna er, en þyrlan fór í loftið frá Reykjarvíkurflugvelli kl. 14:26. Mennirnir hringdu sjálfir eftir aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×