Innlent

Leggja til algjört bann við lundaveiðum

Náttúrustofa Suðurlands leggur til algjört bann við lundaveiði í Vestmannaeyjum í ár og að sömuleiðis verði bannað að tína svartfuglsegg í eyjunum í ár.

Stofnunin vísar til þess að viðkomubrestur hafi verið viðvarandi hjá lundanum í sex ár samfellt. Svartfugli fari sannanlega fækkandi og því sé lagt til að eggjataka frá svartfugli verði bönnuð þar til varpárangur hans hafi verið rannsakaður nánar.

Verulega hefur dregið úr lundaveiði í Eyjum undanfarin ár og var hún aðeins leyfð í fimm daga í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×