Innlent

VG forðast ekki að greiða virðisaukaskatt

ÞIngflokksfundur Samfylkingarinnar. Samfylkingin segir skilaboðin frá SAF ekki eiga við nein rök að styðjast. Mynd/Stefán
ÞIngflokksfundur Samfylkingarinnar. Samfylkingin segir skilaboðin frá SAF ekki eiga við nein rök að styðjast. Mynd/Stefán Mynd/Sigurjón
Samfylkingin áréttir að flokkurinn hafi keypt þjónustu af fjölmörgum aðilum í hótel- og veitingahúsarekstri á síðustu árum. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin forðist ekki á nokkurn hátt að nýta þjónustu aðila sem tilheyri Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).

 

„Ljóst er að skilaboðin sem koma fram í tilkynningu [SAF] eiga ekki við nokkur rök að styðjast hvað Samfylkinguna varðar," segir í tilkynningunni. Var þetta sent í kjölfar tilkynningar frá SAF sem birtist í fjölmiðlum í gær. Þar sagði að það hefði vakið athygli fyrirtækja sem leigðu út ráðstefnusali að stjórnmálaflokkar hefðu að undanförnu haldið flokksþing sín í skólastofnunum og þyrftu þar af leiðandi ekki að greiða virðisaukaskatt af húsaleigunni.

 

Samtökin nefndu dæmi þar sem sagt var að flokkar Vinstri grænna og Samfylkingar hefðu haldið fundi og flokksþing í skólum landsins í stað þess að kaupa þjónustu ráðstefnusala.

 

Auður Lilja Erlingsdóttir, framkvæmdastýra VG, tekur undir ábendingar SAF og segir gott að þeim skuli haldið á lofti. Hins vegar liggi gildar ástæður að baki því að VG hafi tvívegis fundað í skóla og þar sé með engu verið að forðast að borga virðisaukaskatt. Ráðstefnusalir hafi ýmist verið uppbókaðir sökum lítils fyrirvara eða verið að dreifa fundarstöðum jafnt milli svæða.- sv


Tengdar fréttir

Samfylkingarfólk forðast ekki hótel og veitingahús

Samfylkingin er ekki á nokkurn hátt að forðast að nýta þjónustu aðila sem tilheyra Samtökum ferðaþjónustunnar. Þess í stað hefur flokkurinn átt töluverð viðskipti við fjölmarga aðila í hótel- og veitingahúsrekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×